Ég á mér draum

Mig dreymdi í nótt að Ólafur forseti boðaði mig á fund að Bessastöðum... hann lét DHL bíl ná í mig... ég var að klæða mig eftir sturtu og rétt náði að fara í appelsínugula bolinn minn... byltingarbolinn..

Við áttum ánægjulegan fund, ég og forsetinn... Dorrit kom með pönnsur og bláberjasultu og sprauturjóma... ég spurði Dorrit hvort hún ætti ekki heitt súkkulaði líka... mig hefur nefnilega alltaf langað til að drekka heitt súkkulaði á Bessastöðum... Dorrit trítlaði fram í eldhús og kom með súkkulaðið að vörmu spori...

En Óli var ekkert að tvínóna við hlutina frekar en í fyrradag og sagði;

Brattur, þú ert eina von þjóðarinnar... sómi þess bogi og ör...

Ég vil að þú verðir forstætisráðherra á morgun... og bjargir okkur út úr þeim ógöngum sem við erum í...

Ég er búinn að tala við Geir Haarde, Ingibjörgu og Alex Ferguson... þau eru sammála...

Brattur kýldu á þetta, farðu út og bjargaðu þjóðinni...

Næst þegar ég vissi af mér í draumnum var ég staddur í miklum hátíðarhöldum þar sem verið var að hylla mig fyrir að hafa komið íslensku þjóðinni úr öldudalnum og inn í góðærið hið nýja.
.

Heræfing

.

 


mbl.is Ekki verið samið um neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg stendur sig vel

Ég er einn af þeim sem hefur verið hundfúll út í Samfylkinguna fyrir þá linkind og langlundargeð sem hún hefur sýnt Sjálfsstæðisflokknum varðandi stjórnendur Seðlabankans.

Það hefur augljóslega haft mikil áhrif á gang mála, í kjölfar bankahrunsins ,hvað Ingibjörg Sólrún hefur þurft að vera mikið frá vegna veikinda.

En hún hefur sýnt það og ekki síst frá því að hún kom heim frá Svíþjóð á föstudaginn var, hversu gríðarlega sterkur leiðtogi hún er. Hún setti Sjálfsstæðisflokknum úrslitakosti (og þó fyrr hafi verið) um aðgerðir varðandi Seðlabankann sem þjóðin hefur verið að kalla á að verði gerðar.

Hún sér sviðið í stóru samhengi og vill stíga til hliðar, m.a. vegna veikinda sinna og hleypa öðrum að til að vinna þau verk sem bráðnauðsynlegt er að vinna.

Mér finnst Ingibjörg Sólrún koma mjög vel út úr öllum viðtölum og undrast það, þó það ætti svosem ekki að koma á óvart... hversu mikill kraftur er í henni eftir allt sem á undan er gengið í hennar lífi...

 


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband