United betra
13.9.2008 | 12:40
... nokkuð sáttur með mína menn... United... en Liverpool ekki að skapa sér mikið... stórkarlaleg knattspyrna hjá þeim... allir dómar falla með heimaliðinu... en svona er þetta nú bara alltaf á Anfield...
... vona að við knýjum fram sigur í seinni hálfleik...
.
.
![]() |
Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geggjuð hugmynd
13.9.2008 | 08:05
... ég geri mér alveg grein fyrir því að ég fæ aldrei Fálkaorðuna... ég er líka nokkuð viss um að ég fer ekki á frímerki... né á peningaseðla... ekki reikna ég með að af mér verði gerð brjóstmynd...
... ég er samt með alveg geggjaða hugmynd...
... mig langar að framleiða hnúta með mynd af mér á... og textann að sjálfsögðu;
Brattur batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans...
... fólk gengi með þessa hnúta í vasanum, þeir væru í hanskahólfum bíla o.s.frv.
Veit einhver um Brattinn minn?... væri spurt... réttu mér Brattinn...
Hvernig lýst ykkur á þessa hugmynd... mynduð þið ekki kaupa svona hnúta?
.
.
En svo eftir fimmtíu ár fæddist gáfað barn og það myndi spyrja; af hverju eru þið öll með þessa hnúta? Hvað gerið þíð við þá? Það myndi náttúrulega engin vita svarið, því engin notaði þá til eins eða neins... og þá myndu þeir hverfa úr daglegu lífi eins og hver annar öskubakki... en mér væri þá alveg sama, búinn að fá nóg út úr þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)