Ketill

Ketill gat verið ískaldur... á morgnana... og morgunfúll... en svo þegar búið var að setja hann í samband varð honum fljótt heitt í hamsi.

Annars var hann bara nokkuð skapgóður og blíður miðað við það að vera úr járni. Og þegar vatnið sauð í honum, þá söng hann suðuvatnsbúbblulagið af hjartans lyst. Mjög fallega sungið, miðað við það að hann Ketill var úr járni og algjörlega hjartalaus.

Eigandi Ketils var hinsvegar ekki úr járni, hann var úr efni sem kallað var hold og blóð. Hann var einnig með hjarta. Hjarta hans var alltaf hálf kalt. Hann var með napurt hjarta.

Katli langaði að kenna eiganda sínum suðuvatnsbúbblulagið og sjá hvort ekki væri hægt að bræða hjarta hans. Fá hann til að hafa gaman af lífinu. Því Ketill fann það á eigin skinni, sem þó var úr járni, að söngurinn bætti geð hans.

.

 2199967022_28e6c25eb2

.

Einn morguninn þegar kaldrifjaði eigandi hans kom fram í eldhús og stakk Katli í samband, þá söng Ketill fegurra en hann hafði nokkru sinni gert fyrr.

Og viti menn, karlskarfurinn byrjaði að muldra með, ekki beint syngja, en tafsaði búbbl, búbbl, búbbl... og svo kom lagið með smá saman... dimmri bassaröddu.

Blaðburðadrengurinn sem kom á hverjum morgni rak upp stór eyru, fúli karlinn var að syngja og einhver var að spila undir... búbbl, búbbl.

Blaðburðadrengurinn fór syngjandi frá húsinu, söng hástöfum suðuvatnsbúbblulagið meðan hann var að bera út afganginn af blöðunum. Þetta var svo skemmtilegt lag.

Enn þann dag í dag er talað um káta daginn í þorpinu þegar allir þorpsbúar lærðu að syngja suðuvatnsbúbblulagið... en enginn veit hver samdi það nema þeir sem lesa þessa sögu.

.

kettle

.

 


Grjón

... rakst á þetta spakmæli á netinu... hljómar kínverskt...

... á þetta bara ekki vel við núna á krepputímum... þar sem bil ríkra og fátækra er alltaf að aukast á Íslandi?

... við höfum ekki alltaf þörf fyrir allt sem við kaupum og viljum eignast...

Þótt þú eigir tíu þúsund ekrur lands, getur þú aðeins torgað einni skál af hrísgrjónum á dag; þótt í húsi þínu séu þúsund herbergi tekst þér aðeins að nýta átta fet á hverri nóttu.

.

rice

.

Ég ætla að reyna að muna eftir hrísgrjónaskál næst þegar ég er að því kominn að eyða í einhverja vitleystu.


Bloggfærslur 5. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband