Barátta
23.8.2008 | 21:13
Ég gekk fyrir hornið á barnum og fékk svalann haustvindinn í fangið... nú hugsaði ég, hann er barátta í dag... ég hefði kannski átt að klæða mig í lopapeysuna. En ég var bara í stutterma bol og þunnum svörtum jakka.
En ég ætlaði ekki að ganga langt. Ætlaði bara út í búð að kaupa mér Camembert og blandaða berjasultu. Koma svo við í ríkinu og kippa einni rauðri með.
Inni í mér var líka barátta... átti ég að kaupa mér Nóa súkkulaði með hnetum og rúsínum og kannski tveggja lítra epla Cider?
Ég var nýbúinn að ákveða að hætta að borða súkkulaði, alveg fram að næstu páskum. En nú langaði mig svo rosalega í Nóa súkkulaði.
Á endanum ákvað ég að kaupa súkkulaði, en bara með rúsínunum og sleppa hnetunum, þær eru bæði fitandi og óhollar.
.
.
Ég hugsaði enn meira um lopapeysuna á heimleiðinni, vildi hún kæmi svífandi af himninum og dytti á kollinn á mér. Þvílíkur kuldi.
Við hornið á barnum byrjaði að snjóa. En baráttunni var lokið. Fyrsti snjór vetrarins sveif í logni til jarðar, stór snjókorn eins og munstur í lopapeysu úr Svarfaðardal.
Ég bjó til spor númer fjörutíu og þrjú alla leið að dyrunum heim.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góður
23.8.2008 | 10:56
... þetta er það sem okkur hefur vantað hingað til, markvörður sem tekur 15-20 bolta í leik... liðið sem heild hefur spilað rosalega vel og þegar markvarslan er svona góð, þá stöðvar ekkert þessa stráka...
Gaman að lesa þessa frétt og sjá hvað mamma hans hefur haft mikla trú á drengnum. Mér finnst oft í dag ef að börn eru kraftmikil og fyrirferðamikil, þá vill "kerfið" bara nota róandi á þau til að allir verði eins og meðfærilegri... ég hef séð börn sem eru hress og skemmtileg, en aðeins of hress fyrir skólana að þá eru þau allt í einu orðin vandamál... í staðinn fyrir að virkja kraftinn í þeim á jákvæðan hátt.
Að styðja við bakið á börnum og láta þau finna að það sé til fólk sem hefur trú á þeim getur skipt öllu máli.
Björgvin markvörður er skemmtilegur og hress og hefur keppnisskapið í lagi... það geislar af honum leikgleðin og við sem horfum á hrífumst af honum...
Hvernig sem leikurinn fer á morgun, þá er víst að það verða margir sigurvegarar sem koma heim með verðlaun frá þessum Ólympíuleikum... Björgvin Páll Gústavsson er einn af þeim.
.
.
![]() |
Handboltinn bjargaði honum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)