Brattur-Verönd
15.8.2008 | 10:53
... úff, nú var ég feginn... ég las fyrst... "Veröld kaupir Bratt"... mér dauðbrá, ég verð að segja það... enda er ég ekki til sölu...
... en þetta gefur mér hugmynd að nýju fyrirtæki sem ég geng með í maganum... sem kviknaði við komment hjá góðum vini mínum honum SandhólaPétri í síðustu færslu sjá hér...
... ég er sem sagt að fara að stofna fyrirtæki sem á að heita Brattur-Verönd.
Starfssemin gengur út á það að semja sögur eða ljóð fyrir fólk sem vill gefa öðurvísi afmælisgjafir.
Þið bloggvinir og aðrir sem hingað rekið inn nefið, getið pantað hjá mér sögu eða ljóð til að gefa við ýmiss tækifæri. Þið sendið mér bara nafn viðkomandi og um hvað sagan á að vera í grófum dráttum.
Síðan fáið þið söguna útprentaða með viðeigandi mynd eins og ég hef verið að gera hérna á síðunni minni og allt innrammað.
En þróunarvinna er í gangi í með útfærsluna á þessu.
Er þetta ekki bara brilljant hugmynd?
.
.
![]() |
Veröld kaupir Bjart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)