Puð að vera Guð
21.7.2008 | 21:40
... einu sinni var miklu auðveldara að vera Guð...
...Hann hafði þá yfirsýn, fyrst yfir Adam og Evu og svo þegar mannkyninu fjölgaði upp í 100 var þetta enn bara nice job... en svo fór nú að kárna gamanið... fólki fjölgaði heil ósköp og flæddi um alla heimsbyggðina... það var orðið virkilega flókið að taka manntal... engar tölvur voru til, enda Guð ekki búinn að pæla mikið í því á þeim tíma...
... fólksfjöldinn varð að milljónum og síðan milljörðum... þetta sá Guð reyndar fyrir og ákvað að lita fólk gult, svart og hvítt... þá var miklu auðveldara að telja... en Hann var svo önnum kafinn öllum stundum að telja að Hann mátti ekkert vera að því að sinna hjálparstörfum og leiða gamlar konur yfir gangbrautir...
... Hann var í mestu vandræðum með presta og preláta, kardinála og biskupa... þeir voru alltaf að fara í krossferðir og slíkt... með miklum látum... það endar með að þeir meiða einhvern... hugsaði Guð...
.
.
... svo þurfti Hann að hugsa um rigninguna og rokið og sólina og blíðuna og laga til eftir jarðskjálftana sem sá í neðra var alltaf að leika sér með...
... til að auðvelda sér hlutina bjó Guð til tæki... Computer... tölvuna... nú á hann miklu betur með að fylgjast með heimsmálunum og kreppunni, vísitölunum og hvað margir ríkir eru að tapa miklum peningum...
... Hann hefur gaman af því að lesa bloggsíður... Hann sagði mér þó í trúnaði að Hann hefði ekki haft mikið gaman af öllu þessu ísbjarnarfári fyrr í vor...
... Nú að lokum kæri Guð, vona ég að þú fyrirgefir mér að tala svona um þig á léttu nótunum... þú hefur þó húmor, það veit ég... og er það ekki einmitt það sem við þurfum að hafa mennirnir líka...
... svo gerir það vinnuna þína bara skemmtilegri...
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)