Kitl
28.6.2008 | 20:26
... getið þið kitlað ykkur sjálf?... nei líklega ekki... ég er búinn að gera þessa tilraun... reynt að koma sjálfum mér á óvart og kitlað mig skyndilega... án þess að ég sé viðbúinn kitlinu... ég meira að segja reyndi einu sinni að kitla mig þegar ég var sofandi eina nóttina...en það gerist bara ekki... ég flissa ekki einju sinni...
Ég fór því á Vísindavefinn og sá þetta:
Þegar aðrir kitla okkur þá er um að ræða áreiti sem við eigum ekki von á (jafnvel þótt við vitum að það eigi að kitla okkur) og við sýnum viðbrögð.
Þegar við reynum hins vegar að kitla okkur sjálf þá á heilinn von á áreitinu, býr sig undir að skynja snertinguna og útiloka viðbragð.
Skil samt ekki alveg eftir hlutann þarna... um að ræða áreiti sem við eigum ekki von á (jafnvel þótt við vitum að það eigi að kitla okkur)... eigum við þá ekki von á að verða kitluð þótt við vitum að það eigi að kitla okkur... skiljið þið þetta?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Flís
28.6.2008 | 09:42
Stundum segir maður eitthvað án þess að spá verulega í það hvað það þýðir.
Segjum við ekki oft... jahá... þetta passar eins og flís við rass...
Hvað erum við eiginlega að meina?
Hvaða flís er þetta?
Er þetta flísin á baðherberginu?
Er þetta flísin í auga bróður míns?
Er þetta væna flísin af feitum sauð?
Eða er þetta gamla flíspeysan?
Hugsum aðeins út í það sem við erum að segja og ekki vaða á súðum... hugsanalaust.
Vaða á súðum... hvað er ég eiginlega að meina?
Hef ég einhvern tíman vaðið á súðum, ekki man ég til þess.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)