Fyndinn draumur?

Mig dreymdi að vekjaraklukkan mín væri biluð... í draumnum var hún svona gamaldags, dökkblá sem argar þegar hún hringir... (á ekki svona klukku í raunveruleikanum)...

Nema hvað, í draumnum hringdi ég í klukkuviðgerðarmanninn... hann kemur og skoðar gamla klukkuverkið og kveður svo upp sinn dóm.

.

 thankomp3clock2

.

"Hún er biluð", sagði klukkuviðgerðamaðurinn... og hvað kostar að gera við spurði ég þá...

Fjórtán þúsund og sexhundruð krónur, svaraði geðþekki viðgerðamaðurinn... en hvað kostar þá ný klukka, spurði ég til að finna út hvort það myndi ekki bara borga sig að kaupa nýja.

Ný klukka kostar fimmtán þúsund krónur, svaraði klukkukarlinn.

Ég ætla að fá nýja, sagði ég þá... en þá móðgaðist viðgerðamaðurinn (því þá fékk hann ekki að gera við klukkuna og það er jú hans vinna og áhugamál) og sagði með þjósti... allt í lagi, en þú mátt ekki nota hana fyrr en eftir mánuð...

.

382004_5105876_huge

.

Og þá byrjaði það, ég skellti uppúr og hló, féll á gólfið og hreinlega grét úr hlátri... þvílíka vitleysu hafði ég aldrei heyrt... ég emjaði og veinaði... ógeðslega fyndið hahahaha... viðgerðamaðurinn lét sig hverfa og skildi mig einan eftir í þessu mikla hláturskasti...

Og þannig endaði draumurinn... ég vaknaði skellihlæjandi í rúminu og fannst þetta ennþá voða fyndið... svo fór ég að segja frá draumnum en þá virkaði þetta bara ekkert fyndið...´

Var þetta fyndið ha?

Ég hef greinilega öðruvísi húmor sofandi heldur en með fullri meðvitund.


Bloggfærslur 11. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband