Sagan af Vantvið bónda
4.5.2008 | 22:21
... einu sinni var kotbóndi sem hét Vantvið... hann átti heima á bæ sem hét Síða... alltaf var mikið rusl og skítur í kringum bæinn og útihúsin... bændurnir í sveitinni kölluðu bæinn aldrei annað en ForSíðu...
Vantvið bóndi var eitt sinn að ná í naut upp í hólf... nautinu skyldi slátra þá um kvöldið... vildi þá ekki betur til en að nautið stangaði kallinn í hausinn svo karlskarfurinn steinrotaðist...
.
.
Kerlingin hans, hún Vantfríður kemur að honum stuttu síðar og bregður illilega, því hún heldur að Vantvið sé dauður... hann lá við skurðbakka, með gapandi munn og steingrá augun horfðu til himins... það vildi svo heppilega til að hún var með gemsann sinn á sér og hringdi strax í dýralækninn...
Vantausti, (en svo hét dýralæknirinn) Vantrausti... æpti kerlingin í gemsann... ég held að hann Vantvið sé dauður...
Hvað segirðu Vantfríður mín, er hann Vantvið dáinn? Já, kjökraði kerlinginn; hann hreyfir hvorki legg né lið og horfir upp í himininn... það er eins og hann sjái Guð sjálfan... það er eins og hann brosi...
OK sagði Vantrausti dýralæknir þá; náðu í fötu af vatni og skvettu framan í karlgarminn og sjáðu hvað gerist...
.
.
En við sem bíðum spennt eftir sögulokum fáum aldrei að vita hvað gerðist, því hann Vantrausti dýralæknir sagði mér þessa sögu... eftir að hann bað Vantfríði að sækja vatnið, þá heyrði hann aldrei í henni framar...
Eina sem hann heyrði í gemsanum eftir það var...
...númerið sem þú hringdir í er utan þjónustusvæðis...eða allar rásir uppteknar...
Við verðum bara að horfa út um gluggann í kvöld og spyrja stilltan vorhimininn;
Er hann Vantvið látinn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Allt í móðu
4.5.2008 | 12:48
Ég velti stundum vöngum á sunnudögum. Byrja um leið og ég vakna og velti vöngunum um allt hús.
Vangarnir hafa mjög gott af því... verða rjóðir og útiteknir, þrátt fyrir að fara ekki út úr húsi. Svo verða gólfin svo skínandi hrein og gljáandi á eftir. Endilega prufið að velta vöngum.
En heilinn er ekki vaknaður ennþá og minnið sefur vært við hlið hans.
Ég læt því nægja að birta hér vísu eftir M.Hannesson, sem útskýrir
ástandið á mér.
Með stírur í augum ég sit
sötra morgunteið mitt góða
hvar er nú mitt mikla vit?
milli eyrnanna bara móða.
.
.
Stundum þarf maður að hoppa upp úr hulstrinu og horfa á heiminn með öðrum augum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)