Við svona tjarnir

Það er við svona tjarnir  sem maður staldrar við á ferð sinni og nýtur
þagnarinnar í náttúrunni.

Stígur út úr bílnum og hvílir bensínfótinn nokkrar mínútur... teygir úr sér...
...andar að sér fersku lofti...
... yndislegur þrastarsöngur... rífur þögnina...

Það er við svona tjarnir sem ég hugsa um þig...

Þegar við sungum tvö út í vornóttinni - Ég veit þú kemur í kvöld til mín -

Það er við svona tjarnir sem ég vil ekki vera án þín.

Tjörnin

.

 


Bloggfærslur 31. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband