Okurbúlla Abdúlla
25.5.2008 | 21:59
Jæja, þá er maður kominn úr fríinu.. Frábær ferð til Egyptalands í einu orði sagt.
Við lentum í mörgum ævintýrum þarna í Sharm El Sheik... eiginlega eins mörgum og við vildum. Þurftum bara að rölta okkur út af hótelsvæðinu og yfir á "Vesturbakkann" og þá var maður kominn í arabíska villta vestrið.
"Vesturbakkinn" kölluðum við svæði sem var hinum megin við umferðagötuna sem lá meðfram hótelinu hjá okkur. Þar voru arabar í röðum að reyna að selja okkur alls konar hluti. Og þar réði ríkjum hann Abdullah, miðaldra arabi í hvítum serk með svikul dökk augu.
Okkur langaði nú ekki í mikið af draslinu sem þarna var til sölu en vildum kaupa okkur bjór til að hafa í ísskápnum. Við spurðum Abdullah hvort hann seldi ekki bjór. Jú, jú hvað annað... ok... six beers please, söguðum við. One minute, svaraði Abdullah... síðan sendi hann einhvern stráka sinna út í búðina hinum megin við götuna (búð sem við höfðum ekki séð og labbað framhjá)... hvað kostar svo bjórinn Abdullah?.... spurði ég og rétti honum 10 dollara.... Abbi var nú ekki alveg sáttur við það svo ég dró upp 20 dollara seðil og ætlaði að skipta við hann og fá 10 dollarana aftur til baka...
Karlinn hrifsaði til sín alla 30 dollarana og sagði; dont worry dont worry.. ég gef ykkur til baka... svo fór hann inn í búð og kom til baka með' vöndul af seðlum, Egypsk pund og rétti okkur. Okkur fannst Abdullah bara sanngjarn í viðskiptum og röltum til baka með þessa 6 bjóra í poka.
.
.
En þegar við fórum að skoða seðlana sem við höfðum fengið til baka, þá reyndust þetta bara vera örfá Egypsk pund.
Þetta var því dýrasti bjór sem íslendingur hefur nokkru sinni keypt... held þetta hafi verið aðalfréttin í Al Akhbar í Kairó daginn eftir.
Mér fannst ég heyra hláturinn í Abdullah fram eftir nóttu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)