Indriði líki
3.4.2008 | 20:07
... ég á tvífara... við þekkjumst bara af því að fólk er oft að taka feil á okkur...
Ertu bróðir hans Indriða, spyr fólk; nei ekki er ég það nú... svara ég jafnan...
...en eruð þið ekkert skyldir?... kemur þá á eftir...
... nei, ekki svo ég viti... svara ég... því ekki veit ég til þess en hef reyndar aldrei rannsakað málið ofan í kjölinn..
Ég kalla þennan tvífara minn, Indriða líka... veit ekki hvað hann kallar mig, "Brattur næstumþvíeins"?
... en orðið tvífari er svolítið skrítið orð... er það sá sem fer tvisvar í sömu sokkana, tvo daga í röð?... er þá einfari sá sem er aðeins þrifalegri og skiptir um sokka daglega?...
... tvífari getur líka verið sá sem kemur í heimsókn og fer aftur... einfari er þá sá sem kemur í heimsókn, en fer aldrei aftur....
... maður situr uppi með einfarann, en bara ef maður býr á tveim hæðum, skiljið þið...
Það er ekki hægt að sitja uppi með neinn ef maður býr á jarðhæð eða í kjallara...
... nei, bara svona að spá...
.
.
Myndin sem er hér að ofan er eina myndin sem tekin hefur verið af okkur Indriða líka saman
... sláandi líkir, ekki satt?
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)