Neyðarkall

Ég gekk einu sinni eftir götum smáþorps úti á landi... það var sól og blíða, sumarveður eins og það gerist best... bröndóttur köttur sat á steyptum garðvegg og lygndi aftur augum...

Þennan dag var "bílskúrssala" í þorpinu... íbúarnir búnir að henda drasli sem þeir vildu ekki eiga lengur, út á gangstétt og reyndu að selja gestum og gangandi...

Þarna voru lampar og stólar og "fótastream" tæki... kjólar og kápur og buxur og vesti og axlabönd...
Það var prúttstemming á þessum markaði...

.

woman-hat

.

Allt í einu rekur kona ein upp mikið óp... Maður fyrir borð, maður fyrir borð... hún var nokkuð langt frá þeim stað þar sem ég var upptekinn við að skoða Babúsku sem ég var að spá í að kaupa... ég rauk af stað með það sama og hljóp niður götuna... á miðri leið snarstansaði ég... Maður fyrir borð? en við erum uppi á þurralandi... hvaða vitleysa er þetta...

Konan hélt áfram að öskra svo ég rölti til hennar til að ganga úr skugga um að allt væri nú í lagi... á stól við hlið hennar sat maður... hann var með dágóða ístru, með úfið hár og illa rakaður... hann hélt á bjórdós í hendinni og var mjög afslappaður...

Varst þú að kalla "Maður fyrir borð"... spurði ég hálf hikandi... já... þú getur fengið kallinn fyrir gott eldhúsborð, hreytti konan út úr sér... og nú rann upp fyrir mér ljós...

Þú vilt skipta á kallinum þínum og eldhúsborði... einmitt...

Hvað getur svo þessi kall? Spurði ég... "Hann er ágætur en bara í neyð, svaraði konan... en varla meira en það...

Þetta er bara neyðarkall... klykkti þessi ákveðna kona svo út með...

Ég horfði aftur á kallinn þar sem hann svolgraði í sig bjórinn..ánægjuglottið var fast á honum og hann horfði dreyminn út í bláinn....

Þá sá ég að hann var með nafnspjald... og mikið rétt, á því stóð....

Neyðarkall

.

 11575_old_man_in_hat_270

.

 


Bloggfærslur 23. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband