Paur

... undanfari hatta var mjög skemmtilegur hlutur... kallaður paur... af því að hattar höfðu ekki verið fundnir upp þá vissu menn náttúrulega ekki hvernig hattur ætti að líta út... þess vegna var fyrsti hatturinn sem framleiddur var, ekki hattur, heldur paur - og ekki vissu menn heldur að þessi hlutur ætti eftir að heita hattur... hvernig í ósköpunum gátu menn vitað það?... hvað eigðum við að láta þetta heita, sögðu Zwúpímenn..., (því auðvitað var fyrsti paurinn gerður í Zwúpílandi)... er ekki paur ónotað orð hjá okkur?

jú, enginn kannaðist við að það væri í notkun... svo það var bara ákveðið á stundinni...

Hér er svo mynd af paur... sem sumir kalla reyndar höfuðpaur...

Ef þið, kæru hlustendur, hafið einhverjar spurningar um Zwúpímenn og siði þeirra... þá endilega sendið mér línu...

.

 CNH02

.

 

 


Bloggfærslur 17. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband