Ég fór á trampólín

... ég fór út í vorblíðuna á sunnudaginn og skellti mér upp á trampólín... ég er svosem ekkert vanur trampólínhoppari... en þetta virtist auðvelt þegar ég horfði á krakkana sem svifu eins og músarindlar yfir trampólíninu...

já, það var vor í lofti og ég var í lofti - hoppaði af mikilli list... fyrst ekkert rosalega hátt... svo aðeins hærra og hærra... og miklu hærra... Jíííííííííííííí

.

 duckling_trampoline_activit

.

....þegar maður hoppar upp í loftið þá er eitt sem gerist alltaf... maður kemur niður aftur... og þegar ég kom niður í eitt skiptið... var eins og það hefði komið mér á óvart... ahhh....... bakið maður... það kom þessi ferlegi slinkur á bakið og ég var úr leik...

....staulaðist niður af trampólíninu og inn í rúm... hvar ég gat hvorki legið né setið og hvað þá staðið...

Nú er ég enn með aumt bak og ekki neitt sérlega brattur... 
Fólk varð mjög hissa þegar ég sagði hvað hafi komið fyrir mig...

... Veistu ekki að trampólín er fyrir börn?...

Nei, ekki vissi ég það... það stóð ekki neitt um það í leiðbeiningunum...

Það sem ég lærði hinsvegar af þessu var...

Ég er barn í anda... bakið er örlítið eldra...


Bloggfærslur 15. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband