Kexruglaður í frönsku byltingunni

... að vera kexruglaður virðist í fyrstu vera einkennilega orðað, en hefur miklu dýpri merkingu en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér... alveg aftur til frönsku byltingarinnar.

Kem ég hér með skýringu af Vísindavefnum góða, en hér er verið að tala um frönsku byltinguna.

Þessi hótfyndni yfirstéttarinnar, að benda almúganum á að fá sér kex sem var munaðarvara, var eins og olía á eldinn og hrærði upp í lýðnum sem varð að lokum alveg stjörnuvitlaus og kexruglaður og tók til við að hálshöggva yfirstéttina með fallöxi, sem eins og flestir vita er stækkuð útgáfa af frönskum kexskurðarvélum en þær voru notaðar til að skera biskvíkökurnar sem eru stórar og ferhyrndar.

Mér finnst ég stundum vera kexruglaður, en ég held ég sé hættur við það.

Héðan í frá ætla ég bara að vera Súkkulaðiterturuglaður, því ekki langar mig að hálshöggva nokkurn mann.

.

 french-revolution-2

.


Dó, Dó dó fuglinn?

... ég skoða oft Vísindavefinn , margt skemmtilegt sem hægt er að finna þar... sá um daginn m.a. spurninguna "Hvenær dó Dó dó fuglinn út?" hnyttilega orðuð spurning.
Reyndar með ólíkindum hvað Dó dó fuglinn lifði lengi... 

.

 

 dodo

.

Það leiddi svo hugann að öðrum fugli sem er líka útdauður, en hann hét Sjald.

Það var hans ólukka að vera of gæfur... auðvelt var fyrir menn að nálgast hann og veiða með berum höndum...

Flestir vita að frá þessum útdauða fugli er orðið Sjaldgæfur ættað, það þýðir að vera gæfur eins og Sjald.

.

hornbill

 

.

Ég er frekar gæfur og af því að það er bara einn ég eftir í heiminum, (Indriði líki er ekki ég, bara líkur) þá er ég mjög Sjaldgæfur....

Þið skiljið alveg hvað ég er að fara, kæru hlustendur, er það ekki?

 

 


Bloggfærslur 10. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband