Er kominn með ættarnafn

... var með smá pælingar í fyrradag um hvaða "ættarnafn" ég ætti að taka upp...

... nafnið Steinsnar fékk flestar tilnefningar... Steinsnar þýðir eins og fólk man kannski ,að ég er aldrei langt frá mér... eða bara svona Steinsnar í mesta lagi... á góðum degi...

Þannig að ef að einhver spyr mig framvegis; Ertu alveg frá þér, Brattur?... þá svara ég leiftursnöggt...

"Já, en bara svona Steinsnar"...

.

Lighting%20hit2

.

... þið spyrjið kannski, af hverju þarftu að svara leiftursnöggt, Brattur... þá segi ég við ykkur kæru hlustendur;

Af því að ég var einu sinni bakvörur hjá Leiftri... og þá spyrjið þið kannski; hvað er það nú?

Það er fótboltaliðið á Ólafsfirði, svara ég þá, og Ólafsfjörður er Steinsnar frá Dallas... (= Dalvík)...

Svona get ég notað nýja ættarnafnið mitt í djúpar umræður og heimspekilegar vangaveltur...

Annars voru mörg nafnanna sem þið stunguð uppá alveg frábær og getur meira en vel verið að ég noti þau öll... eitt ættarnafn í mánuði... skipti um til að hafa fjölbreytni...

Hér er svo mynd af Steinsnari eins og það lítur út í raun og veru:

.

mystery

.


Bloggfærslur 30. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband