Skrítið tungumál

... ég er fæddur á Ólafsfirði í hjarta Tröllaskagans mikla... þegar ég var barn og unglingur, var þessi fjörður mjög einangraður... eini vegurinn í burtu var Lágheiðin sem var ekki opin að viti nema í júní, júlí og ágúst ár hvert...

... Múlavegurinn breytti miklu, þegar við fórum að komast akandi inn til Akureyrar... það var eins og þegar kálfunum var sleppt út á vorin... vissum ekkert hvernig við áttum að hegða okkur innan um aðra Íslendinga...

.

 meiri_belgiskar_vofflur

 

.

... og svo fór ég að átta mig á að fólk skildi ekki alltaf það sem við sögðum...

"Illa vitlaus" var mikið notað þegar meint var, þú ert nú meiri hálfvitinn... reyndar var "Illa vitlaus" ofnotað af mörgum og sagt í tíma og ótíma, kannski í staðinn fyrir... já, þú segir það...

... svo söguð menn "Karlinn".... eða "Kallinn" sem síðan varð stytt í "Kellllll".... þar sem L-ið var dregið í það óendanlega... þessir orð  voru notuð þegar þú vildir segja "Rosalega var þetta fyndið hjá þér" og einnig þegar þú sagðir eitthvað fyndið... þá endaðir þú setninguna á "Kelllll"... til að undirstrika hvað þetta var nú fyndið...

Nokkur orð sem Ólafsfirðingar notuðu skildu menn bara alls ekki:

Blink
Garðína
Bombólur
Kortel
Vöblur

Blink merkir Spúnn

Garðína merkir Gardína

Bombóla er gúmmístígvél með ól...

Kortel var notað t.d. þegar sagt var "Klukkuna vantar Kortel í" í staðinn fyrir Korter í...

Vöblur er nú bara þessar dásamlegu Vöfflur (sem ég ætla reyndar að baka í dag í tilefni dagsins!)

Já, svona getur nú einangrunin farið með fólk... ekki nema von að ég sé eins og ég er...

 


Bloggfærslur 21. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband