Aftur

... rakst á þetta spakmæli... 

Það er ekki það að lesa sem er einhvers virði heldur að lesa það aftur -
J. L. Borges

Datt þá í hug ljóð sem ég hef birt áður... er ekki bara ágætt að lesa það aftur, kæru vinir...

Stjörnurnar mínar.

Um nóttina gengum við
út í niðdimmt myrkrið 
vissum ekkert hvert
við ætluðum
héldumst í hendur
og dáðumst að
stjörnunum

þær blikuðu á
dimmbláum himninum
eins og þær vildu
vísa okkur veginn

ég horfði í augun þín
stjörnurnar mínar

og var tilbúinn
að fylgja þér
á heimsenda
.

1108546645_CMyDocumentsStars 

.


Bloggfærslur 6. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband