Milljón rottur

... misjafnt hversu fólk er ánægt með þann stað sem það býr á...

Hér er gott að búa sagði maður við mig í dag, hér hefur aldrei sést rotta...
Ég var náttúrulega alveg sammála manninum, það hlýtur að vera gott að
búa á stað þar sem aldrei hefur sést rotta...

.

ratatouille-021

.

Þetta minnti mig á söguna af kallinum sem var þekktur fyrir að ýkja...

... hann var kallaður Siggi...

Ég kom á öskuhauga einu sinni og þar voru milljón rottur... sagði Siggi...

... nei, Siggi,  sagði sá sem var að spjalla við hann, það getur ekki verið,
 milljón rottur, það bara passar ekki...

ja, þær voru að minnsta kosti 500 þúsund... svarði Siggi...

500 þúsund, nei, Siggi, nú ertu að skrökva...; ja, þær voru örugglega
100 þúsund, hélt Siggi áfram...

og svona lækkaði Siggi sig smátt og smátt með töluna eftir því sem
samtalið varð lengra...

... þetta voru tvær rottur sagði Siggi og var orðin heldur daufur...

Siggi, var þetta ekki bara ein rotta? spurði félagi hans þá.

Jú, svaraði Siggi snöggt, en hún var líka STÓR!

.

 the_duel_cheese_mouse

.


Bloggfærslur 21. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband