Sálfræðingurinn
13.1.2008 | 23:35
Einu sinni var sálfræðingur sem átti hamstur...
... hamstur þessi kemur ekki meira við sögu... nema hvað hann hét Gulli...
.. yndislegan sólskinsdag rölti sálfræðingurinn út í byggingavöruverslun og keypti fúavörn...
... í dag ætlaði hann að fúaverja grindverkið...
... hann tölti heim sæll og glaður.. klæddi sig í stuttbuxurnar sem hann hafði keypt á Jamacia fyrir nokkrum árum...... og rósótta skyrtu sem honum var alveg sama um... settist á koll við grindverkið, opnaði dósina og hrærði í...
... en obobbobb... hann hafði gleymt að kaupa pensil... hann nennti ómögulega út í búð aftur...
.
.
... fór og bankaði upp hjá Sigursteini nágranna sínum... Sigursteinn var
náttúrulega ekki heima frekar en fyrri daginn... en Fjóla, konan hans kom til dyra
með hárið úfið og stýrurnar í augunum...
... það lagði út úr henni áfengislykt... Nei, muldraði Fjóla, ég á engan helv... pensil...
... svo skellti hún aftur hurðinni á nefið á pensillausa sálfræðingnum...
Sálfræðingurinn hafði fengið hugmynd eftir að hafa séð hárið á henni Fjólu...
...hann fór inn í bílskúr og náði í tvist, vafði honum utan um prik og festi með kennaratyggjói... þarna var kominn þessi fíni pensill... sálfræðingurinn fór inn og náði sér í kalda appelsín ... og svo settist hann á kollinn aftur og byrjaði að fúaverja grindverkið... hann blístraði lag og fannst hann bara nokkuð snjall...
.
.
... Allan tímann sat Gulli hamstur út í glugga og fylgdist með brasinu í sálfræðingnum og skemmti sér konunglega...
... og við sem héldum öll að Gulli hamstur kæmi ekki meira við sögu... ha...
Mannætan
13.1.2008 | 12:31
.. einu sinni var mannæta... henni var boðið til Íslands og þar óku gestgjafar með hana hringveginn...
og á helstu ferðamannastaði, Gullfoss og Geysi... Mývatn... Haganesvík...
... en eins og gengur þurfti að stoppa á ýmsum stöðum og fá sér að borða... en hvað átti að gefa mannætunni að borða?
... það hafði eiginlega enginn hugsað út í það... nú var ýmislegt prufað... pylsur og hamborgarar... lúða... lambakjöt...harðfiskur
... það var helst hákarlinn sem mannætan gat nartað í, en ekkert annað fannst henni gott... mannætan fór að verða verulega svöng og samferðafólkið fór að ókyrrast, hún horfið orðið svo mikið á handleggi og annað sem sást í á líkömum þeirra...
... það var ekki fyrr en hersingin stoppaði í Þingeyjarsýslunni hjá honum Óla á Hveravöllum að loksins fannst eitthvað sem mannætan gat borðað með góðri lyst... en eins og margir vita, þá ræktar hann Óli á Hveravöllum bestu tómata í heimi...
... mannætan borðaði þrjú kíló af tómötum á nokkrum mínútum, ropaði og sleikti út úr þegar hún var loksins orðin södd..
.
.
... skottið á bílnum var fyllt af tómötum og brunað úr hlaði... hlátrasköll glumdu um alla sveit... mannætan var glöð..
... Óli horfði á eftir bílnum sem hvarf í rykmekki niður á þjóðveg og hugsaði...
... hvað í ósköpunum var nú þetta?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)