Hörđ keppni
10.1.2008 | 21:27
... eins og sumir bloggvinir mínir vita, ţá hef ég gaman af ţví ađ fara í sund... og ég hef sagt frá ţví hérna ađ ég hef talsvert keppnisskap og er oft ađ keppa viđ ađra sundlaugagesti, ţó svo ađ ţeir viti ekkert af ţví...
... ég fór í sund í vikunni eins og oft áđur... stóđ á sundlaugarbakkanum, setti á mig sundgleraugun og stakk mér til sunds... fljótlega tók ég eftir ađ náungi einn synti viđ hliđina á mér... mér fannst hann vera ađ fara fram úr... svo ég gaf ađeins í... hann gaf líka í... ég gaf mig ekki og hann herti líka sprettinn... og svo vorum viđ báđir komnir á svaka siglingu... rosalega harđur af sér ţessi, hugsađi ég og fljótur ađ synda... venjulega syndi ég svona 40 ferđir, eđa 1 kílómetra í einu... en hrađinn var svo mikill á okkur núna, ađ ég var algjörlega sprunginn eftir 24 ferđir og gafst upp... og viti menn "hann" hćtti um leiđ og gafst upp líka...
.
.
... en fljótlega rann upp fyrir mér ađ ég hafđi ekki veriđ ađ keppa viđ raunverulegan mann... ég hafđi veriđ í hörkukeppni viđ minn eigin skugga...
... já, allt í lagi ađ segja frá ţessu hérna, veit ađ ţiđ segiđ ţetta ekki nokkrum manni...