Og svo skein sólin

... síðbúið sumarfrí hjá mér er nú á enda og við tekur vinna og aftur vinna... ég hlakka til að byrja aftur og er búinn að hlaða batteríin vel, held ég... búinn að tæma hugann með allskonar uppátækjum og tilbúinn í slaginn aftur... hugsanlega þýðir það líka minna blogg hjá mér... en við sjáum hvað setur með það...

... úti blása svalir haustvindar, en þó eftirsjá sé í sumrinu, þá er alltaf eitthvað til að hlakka til þegar veturinn gengur í garð... og svo áður en við vitum er komið sumar aftur...

.... en er ekki líka málið að lifa í núinu, lifa daginn í dag; eða eins og John Lennon sagði í texta; tíminn líður meðan þú ert upptekin að gera framtíðarplönin...

Og svo skein sólin

Það varð hvellur
svo stór
að hann lifði
um aldir

Þá varð þögn
svo djúp
að það sást
ekki í botn

Þá blésu vindar
svo grét himinn

og vatnið óx og óx
og grasið óx og óx

Þá varð hvellur
svo stór
þá komst þú

og svo skein sólin

 


Bloggfærslur 9. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband