Eitruð peð

... jæja þá er undirbúningur minn fyrir stóra skákmótið, skákmót bloggara með tattoo, að hefjast... ég er að pakka keppnisbúningnum niður í tösku, en þarf að passa mig á að hafa nóg pláss fyrir góða skapið, því eins og Arnfinnur bloggvinur segir; góða skapið getur tekið svo helv... mikið pláss...

... árið 1972 var sögufrægt einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák haldið í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardalshöllinni... það var mikil spenna og rómantík sem sveif yfir borginni á þessum tíma og í skákheiminum öllum...

... þeir sem mættust voru Boris Spassky, þáverandi heimsmeistari frá Sovétríkjunum, sem þá voru og hétu, og svo Robert James Fischer... kallaður Bobby... Spassky var mikill herramaður og ekki mikil læti í kringum hann... Bobby var hinsvegar óþægi strákurinn og stöðugt til vandræða... ég hélt með Fischer, það var eitthvað rosalega heillandi við þennan stormsveip sem fór sínar eigin leiðir...

... í þriðju skák einvígsins (held það hafi verið hún, en skrifa þetta bara eins og ég man það)... þá var komið út í endatafl og skákin steindautt jafntefli, keppendur með sinn biskupinn hvorn á borðinu og örfá peð... þá kemur þruman... Fischer drepur svokallað eitrað peð... Spassky lokar biskupinn inni og vinnur skákina... hvernig í ósköpunum stóð á því að Fischer lék þessum leik sem allir sáu að var tapleikur... því er erfitt að svar, en kannski var það vegna þess að hann þoldi ekki lognmollu... þoldi ekki jafntefli... það varð að vera allt eða ekkert....

... þannig hef ég undirbúið mig, hugsa bara "allt eða ekkert"... eigi skal haltur ganga þó af sé höfuðið... nú finn ég að ég er að verða mannýgur og tilbúinn í slaginn...

Skák 

... aðrir keppendur hafa verið að undirbúa sig með ýmsum hætti... farið í Yoga, keypt ný lök á rúmin sín til að sofa betur, og jafnvel stangað hús til að hrista upp í heilasellunum á sér...

...ég veit að þegar út í keppnina verður komið verður öllum brögðum beitt...ég segi hér eitt að lokum til væntanlegar keppenda TATTOO mótsins...

... ekki drepa peðin mín... þau eru öll eitruð...


Bloggfærslur 6. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband