Halldór tuðari

... það er langt síðan þátturinn "Ort upp í bloggvini" hefur verið á ferðinni... það er því ekki úr vegi að rifja upp út á hvað hann gengur... ég skrifa texta sem ég kalla At-kvæði um einhvern bloggvin og læt líta út fyrir að þetta sé stutt bréf frá viðkomandi... en þetta er hinsvegar fullkominn skáldskapur um viðkomandi sem ég set niður... hingað til held ég að ég hafi ekki móðgað neinn, svo ég held þessu bara áfram þar til einhver stoppar mig...

 Nú er komið að stórbloggvininum Halldóri tuðara... mjög skemmtilegur og bráðhress bloggari sem lætur sér ekkert óviðkomandi... er einnig sleipur í skák, hagmæltur og syngur og dansar eins og engill....

 

Það er margt sem maður dundar sér við
ég hef rosalega gaman af því að skoða fugla
skemmtilegast er náttúrulega að sjá flækingsfuglana

meðal sjaldgæfra fugla
sem hef ég séð eru
Lappajaðrakan; A Bar-tailed Godwit
Sportittlingur; A Lappland Bunting
Kanaduðra; A Long-billed Dowitcher

samt held ég alltaf mest upp á
gamla góða spóann
að heyra hann vella á fögrum sumardegi
er eitt það fegursta sem ég veit

Kveðja, Halldór (tuðari) 

 

 


Bloggfærslur 29. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband