Afi
28.9.2007 | 19:00
... afi gamli var að mörgu leiti merkilegur karl... 10 barna faðir, verkamaður og kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn, til að vera öruggur með vinnu....
... hann var harðjaxl og dugnaðarforkur og hugsaði mest um að hafa nóg handa sér og sínum... þegar ég var að vaxa úr grasi ásamt fjölda annarra barnabarna hans, þá var hann farinn að reskjast og hafði áhyggjur af ungviðinu... okkur krökkunum... passaði uppá að við kæmum snemma heim á kvöldin og hljóp gjarnan á eftir okkur til að reka okkur heim... krakkarnir uppnefndu hann "afi á hlaupum"...
...eftir að hann hætti að vinna bjó hann heima hjá okkur... það var skrítið að sjá gamla manninn vera verkefnalausan, hann sem alltaf hafði unnið myrkrana á milli... hann kunni ekki að hætta að vinna... gleymi því aldrei að hann setti innkaupatösku við útidyrnar á kvöldin til að hafa hana tilbúna fyrir næsta dag þegar hann færi út í búð að kaupa matföng...
... eina sem ég á eftir frá honum afa mínum er gamalt barómet... ekkert sérlega fallegt fyrir þá sem sjá það bara svona rétt augnablik... en ég hef aldrei séð fallegar barómet...
Afi.
Mig undraði
styrkur glersins
í barómetinu
þegar þú
þrumaðir í það
með krepptum
hnúunum
Regn - breytilegt - bjart
Þú stilltir vísinn aftur
og við strákarnir sáum
á svip þínum
að líklega myndi hann bresta á
að norðaustan
með kveldinu.
Ljóð | Breytt 29.9.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)