Að vera ríkur

... peningar eru ekki allt... en það er samt vont að vera án þeirra... ég vildi heldur gráta í nýjum Mercedes Benz heldur en gömlu Skóda... sagði góð kona einu sinni... það má kannski alveg skrifa undir það... en þegar mest á reynir þá gera peningar ekkert gagn... maður kaupir ekki hamingjuna né heilsuna fyrir peninga... ung fréttakona sagði einu sinni við Alla ríka á Eskifirði... Aðalsteinn, ertu ekki ríkur? Alli var farinn að eldast og svaraði ungu fréttakonunni; nei... ég er ekki ríkur, það ert þú sem ert rík, þú ert ung og þú átt allt lífið framundan... hann vissi, sá gamli að unga konan var rík... hann átti bara peninga...

 

Bóndinn.

Hann stakk
höndum sínum
í nýplægða jörðina
lyfti fullum
lófum
til himins
lét jarðveginn
renna milli
fingra sér
 

hugsaði glaður
í bragði;

ég er moldríkur!


Bloggfærslur 26. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband