Aðstoðarmaður óskast
23.9.2007 | 13:51
... ég er í miklum sjálfspælingum þessa dagana... ekki kannski mikið svona andlegar pælingar, heldur hvernig ég er að haga mér í daglegu lífi... er að spekúlera í smáatriðunum varðandi það sem maður er að gera á hverjum degi... ég vigta mig í sundinu á hverjum degi eins og ég hef áður sagt frá... held það hafi verið Hugarfluga bloggvinur sem stakk upp á því að ég vigtaði á mér hausinn... nú er ég búinn að prufa það... og það er sko ekkert auðvelt... en hérna kemur aðferðin:
Setjið baðvogina upp á eldhúsborðið
Setjist á stól
Hallið kinninni á vigtina
Slakið alveg á og hugsið eitthvað fallegt, t.d. um mófugla
Lesið á vogina þyngd höfuðsins
Ég lenti reynda í vandræðum með síðasttalda atriðið... ég var alveg slakur og blístraði eins og lóa, höfuðið hvíldi vel á voginni, en mér gekk illa að sjá tölurnar, ekki mátti ég snúa höfðinu því þá breyttist þyngdin... þannig að ég gat bara hreyft augun... ég rétt náði að sjá einhverja tölu með því að skjóta augunum aðeins út og snúa... aðferð sem ég lærði í gamla daga í skóla og notaði í prófum...
... ég las af voginni... 40 kíló... getur það verið að hausinn á mér sé 40 kíló? ég birti þessa niðurstöðu með fyrirvara... mig vantar eiginlega aðstoðarmann (má vera kona) sem kann að blístra eins og lóa og lesið sómasamlega af baðvogum...
... umsóknir sendist hingað á síðuna, farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál... léleg laun í boði... en mjög stuttur vinnutími... góður mórall á vinnustaðnum...