Að hugsa

... það kemur fyrir að ég fari að hugsa... og þá eitthvað annað en um kjánalega hluti... út í miðri veiðiá í sumar missti ég einbeitinguna við veiðina og fór að hugsa; af hverju heyrist í vatninu...

... ég hef líka verið að spá í að búa mér til spegla sem ég hef á öxlunum og get horft í eins og þegar maður er að keyra bíl... það er einhver á eftir þér og kallar á þig... Brattur!... þá þarf ég ekki að snúa mér við heldur horfi bara í baksýnisspeglana til að sjá hver er að kalla... held það geti verið mjög þægilegt... þarf að sækja um einkaleyfi sem fyrst... og svo verð ég frægur og það verður gerð af mér brjóstmynd sem stendur í fallegum garði í eigu ríkisins... og á skiltinu stendur: Brattur fann upp axlarspegilinn árið 2007... brjóstmyndin verður mjög gáfuleg á svipinn og horfir til himins eins og sá sem hefur afrekað mikið...

... þetta eru dæmi um kjánalega hluti sem fara í gang í kollinum á mér stundum...

... en núna í morgunsárið er ég ekki að hugsa kjánalega... ég er bara alvarlega þenkjandi svona í morgunsárið... til hamingju með það!

... upp á síðkastið hef ég verið að gera tilraunir á vigtinni með því að standa á öðrum fæti... og ég er alltaf léttari ef ég stend á vinstra fæti en þeim hægri... sama hvar ég stend á vigtinni... mér finnst þetta merkilegt... best að skella sér í sturtu og svo á vigtina... ef ég er léttari á vinstri... þá er það 10 skiptið í röð og staðfest í eitt skiptið fyrir öll...

... svo næst ætla ég að prufa að standa öfugt á henni... það verður spennandi...


Bloggfærslur 20. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband