Leitin að gullfiskunum - sögulok
16.9.2007 | 22:06
... hvaða leið á ég að velja, hjartað mitt? sagði litli karlinn við litla hjartað sitt, þegar hann stóð fyrir framan göturnar fjórar... þú skalt taka leiðina lengst til vinstri, sagði litla hjartað... litli karlinn horfði á götuna lengst til vinstri og síðan á hinar þrjár, já en, hu, það... það er ljótasta og erfiðasta gatan, hjartað mitt...og svo stórgrýtt... ég get orðið svo lengi á leiðinni eftir þessari götu og jafnvel dottið og meitt mig...
... gatan lengst til vinstri ER rétta gatan sagði litla hjartað, mjög ákveðið...en litla karlinum leist ekkert á að ganga þessa ljótu og erfiðu götu og hunsaði því ráð hjarta síns... lét ekki hjartað ráða för...
... hann hélt því af stað eftir villigötu og hvarf sjónum... síðan hefur ekkert til hans spurst og allir löngu búnir að gleyma honum...
... en inn í skóginum í fallegu rjóðri er lítið tómt hús... í garðinum er tjörn, en í henni er ekki nokkur gullfiskur...
... en ég segi við ykkur í trúnaði... í þessu rjóðri og í þessu húsi er nóg pláss fyrir mikla hamingju, ef þið viljið eignast það...
... og húsið er laust nú þegar....
Dægurmál | Breytt 17.9.2007 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)