Í Miđgarđi

... auđvitađ fór ég á nokkrar útihátíđir um verslunarmannahelgar... man vel eftir einni áriđ 1969 ţegar viđ strákarnir leigđum kálf og fórum alla leiđ frá Ólafsfirđi í Húsafell... ţá var ég bara 15 ára rétt ađ verđa 16... man mest eftir Trúbrot og Rúnari Júl. á sviđinu... ótrúlega flottir... og góđ músík... man ekki eftir slagsmálum eđa einhverju veseni... of fullir krakkar voru látnir sofa úr sér í einhverjum kjallara ţarna rétt hjá svćđinu... man eftir ađ fólk sat í grasinu og spila á gítara og söng... ţetta var bara gaman... man einnig eftir samskonar skemmtunum seinna í Húnaveri, í A-Húnavatnssýslu  og Miđgarđi í Skagafirđi... Einn besti vinur minn var sćtur og mikiđ kvennagull... hann fór oft á kostum á svona hátíđum... ţetta samdi ég löngu seinna um ćvintýri okkar eina ágústnótt á tjaldstćđi í Skagafirđi...

Í gulu tjaldi.

Ég hafđi ekki
náđ mér í dömu
ţetta svarta ágústkvöld

samt var allt trođfull
af sćtum skvísum
en ţćr sáu mig ekki
Ţađ var eins og ég vćri
ósýnilegur

ţađ var annađ međ ţig
ţćr voru á ţér
eins og kókós á bollu

ég tölti ţví dapur í bragđi
heim í tjald
sofnađi fljótt
aleinn

um nóttina vaknađi
ég viđ hnođiđ í pokanum ţínum
viđ hliđina
aftur og aftur
fékk ég stuđ í bakiđ
frá taktföstum hreyfingum ykkar

ég sofnađi
fljótlega aftur
og missti af hamingjusömum
endalokunum

morguninn eftir
ţegar viđ snćddum morgunverđ;
Vodka og sviđakjamma

spurđi ég;
"hver var hún?"

"veit ekki
sá aldrei framan í hana"
svarađir ţú

glottir viđ tönn
og bćttir viđ;

ţađ er fallegt
myrkriđ
í honum Skagafirđi
finnst ţér ţađ ekki?

 


Bloggfćrslur 5. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband