Gott fyrir nóttina

... ég er allur að róast, tókst ekki að vera eins vondur í dag og ég hafði vonast til... kannski ég sætti mig bara við mig eins og ég er... þetta er gott fyrir nóttina...


Ég verð að vera harðari

... Já, já, ég veit alveg hvað sum ykkar hugsa, en á þessari síðu er ekkert undirbeltistal stundað...

... vandamálið er, eins og fram hefur komið áður hjá mér, að ég er að verða alltof meyr með aldrinum og er bara alls ekki nógu grimmur...

... margir vita að ég er svokallaður fluguveiðimaður... áður fyrr var mikill æsingur í manni þegar fiskurinn tók og maður dró hann að landi, rotaði og blóðgaði, ekkert mál... núna þá bærist eitthvað í brjósti mér við sömu aðstæður, aumingja fiskurinn, mikið vildi ég nú að hann dytti af, því nú ætlar vondi kallinn ég að fara að drepa hann... þetta er náttúrulega ekki hægt urrr...

... ég varð fyrir árás um verslunarmannahelgina, grimmilegri árás geitunga... ég var að velta við steini í garðinum hjá mér, það var farið að rökkva og ég sá ekki vel til, sé ekkert of vel þó bjart sé, nema hvað að ég finn að eitthvað stingur mig í báðar hendur, hélt ég hefði rekið mig í glerbrot eða eitthvað slík, dreg þó hendurnar upp að andlitinu og eru þær þá löðrandi í geitungum sem eru illúðlegir í framan og eru að borða mig... ég fékk sex geitungastungur á þessari hálfu mínútu sem þetta stóð yfir... og vitið þið hvað, ég var ekkert reiður við blessaða geitungana, þeir hafa sinn rétt til að lifa greyin, þarna hafði ég komið og eyðilagt heimilið þeirra og ekki nema von að þeir vildu verja sitt... þetta er náttúrulega ekki í lagi... urrr

... svo í gærmorgun fór ég í sveppatínslu, það finnst mér mun skemmtilegra en að tína ber... maður er með hníf með sér og sker sveppinn í sundur eins neðarlega og maður getur... og hvað haldið þið, í miðju kafi hikaði ég við að skera einn sveppinn, því... aumingja sveppurinn... maður er ekki  í lagi...urrr

... framundan er skákmót hjá mér og hvernig á ég að vinna einu einustu skák ef ég tek ekki á þessu vandamáli... t.d. myndi ég hugsa; "aumingja Ægir hann hefur ekki unnið skák ennþá, ég ætla nú ekkert að vera að reyna neitt á móti honum"... urrr

... nei, nú hefst tímabil grimmdarinnar, ég ætla að fara að æfa mig í að vera harðari, hvassari og gjörsamlega miskunnarlaus... kannski ég byrji á því að slíta vængi af flugum...Devil

 


Bloggfærslur 28. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband