Púkkið

... jæja, kominn heim úr velheppnaðir veiðiferð... góð veiði, frábærir veiðifélagar, uppáhaldsráðskonan á staðnum... svo maður kemur heim saddur og sæll og töluvert hamingjusamari en áður... en ofboðslega þreyttur, já jafnvel ég, Brattur, er bara nokkuð framlágur núna... enda kallinn 54 ára í dag!

... en það eru nokkur augnablik sem maður gleymir ekki úr þessari ferð... þegar ég setti fluguna á bólakaf í fingurinn (það var heilbrigða löngutöngin - ekki þessi beyglaða sem ég sýndi ykkur mynd af í sumar) ég reyndi að rykkja flugunni út úr puttanum, en ekkert gekk, svo ég keyrði niður á heilsugæsluna á Húsavík þar sem skera þurfti pödduna úr... svo fór ég aftur upp í dal (Laxárdal) og hélt áfram að veiða... um kvöldið var svo settur gúmmíhólkur utan um putta greyið (ráðskonurnar hugsuðu svooo vel um mig)...

... síðan kynntum við bróðir veiðilagið og 15 kallar fengu diskinn og textann og sungu með okkur... síðan var sungið fram á nótt og endað á laginu "Dvel ég í draumhöll og dagana lofa" Ég hef sjaldan heyrt eins fallega útgáfu af því lagi... 15 mjúkir veiðimenn sungu þetta angurvært og sumir sofnuðu undir söngnum með sælubros á vör...

Púkkið

Allt sem þú í púkkið leggur

og allt sem þú gerir í dag

það vex upp og verður þinn veggur

og þitt líf

það verður, það verður

það verður þitt líf


Bloggfærslur 23. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband