Pjattrófan ég
2.8.2007 | 21:27
.... jæja, kominn ágúst, einhvertíma á ég afmæli í þessum mánuði, þarf stundum að slá inn í reiknivélina hvað ég er orðinn gamall... einu sinni hljóp ég eins og vitleysingur út um allar jarðir til að halda mér í formi... þá hafði ég að mottói að vera "að eilífu fit"... en maður ræður nú ekki öllu... Guð sem ég trúi bara svona mátulega á, greip í taumana og sagði við mig "hættu þessari vitleysu maður, og eyddu tíma þínum í eitthvað annað og gagnlegar"... eina nóttina vaknað ég upp með þennan sko ekki lítinn sársauka í hnénu... og þar með var hlaupaferillinn á enda... það tók mig nokkur ár að jafna mig á því að geta ekki hlaupið... þá fann ég sundið... nú syndi ég eins og selur alla daga og styrki mig andlega og líkamlega... þegar ég var að synda í dag, þá fór ég að hugsa, líklega get ég bara verið "nokkuð" fit það sem eftir er, ef ég ákveð það bara og Guð verði sáttur við það... hugarfarið maður, hugarfarið maður, ég stappaði í mér stálinu, já ég ætla bara að synda minn kílómetra á hverjum degi þangað til ég verð nýræður... kannski þarf ég þá að ráða mér aðstoðarmann til að snúa mér við eftir hverja ferð... en hvað með það, ég skal...
... ég get nú stundum verið pjattaður þegar að útliti mínu kemur; mér finnst ég nú vera frekar ljótur, en þegar maður hittir vinkonur sínar á sama aldri, sem maður hefur ekki séð lengi og þær segja... n.b. ég hitti tvær í gær á sitthvorum staðnum og báðar sögðu þær; mikið er þú slank, brúnn og flottur... vááá... hvað það var gott... ég dró inn magann og spennti út brjóstið... labbaði út í bíl og horfði í spegilinn, en þar var bara ljótur gráhærður kall... þá allt í einu heyrði ég rödd sem kom ofan frá himnunum og sagði mildum, djúpum rómi;... vertu bara ánægður með þig gamli minn... og syntu kílómetra á dag þangað til þú verður nýræður og þá munu þér dyr himnaríkis opnast...
... ég ætla sko að taka Hann á orðinu... ég ætla að synda og synda frá mér allt vit... og aldrei að fara í kirkju nema þegar ég verð jarðaður...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)