Í nógu að snúast

... þessi vika verður viðburðarík hjá mér... nú um hádegið er ég að fara af stað með veiðidótið mitt í skottinu... meiningin er seinnipartinn í dag að syngja inn eitt veiðilag með stóra bróður, sem þó er töluvert yngri en ég... síðan í fyrramálið rennum við inn í Fljót og köstum flugu fyrir silung... á fimmtudaginn ætla ég svo að heimsækja nokkra félaga sem eru að veiða í Fnjóská og kannski taka nokkur köst þar og reyna við lax... á föstudaginn er svo planað að ganga upp á Múlakolluna í Ólafsfirði með gömlum bekkjarfélögum og sprella svo með þeim alla helgina...

... þegar maður er í veiði þá er ekki alltaf stutt í klósett....

Syndin

Ég horfi á lækinn
liðast hjá
langt upp í fjalli
þar má sjá
yrðlinga hlaupa og leika sér
og krumma tína krækiber

Börnin á bænum hlægja hátt
hófdynur hests í fjarska lágt

af eintómri ánægju

og það er syndin

spræni ég sperrtur
upp í vindinn

 

 


Bloggfærslur 14. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband