Stjörnurnar mínar
7.10.2007 | 01:06
... jæja... tíminn heldur áfram að líða og við sandkornin reynum okkar besta til að njóta þess sem í boði er...ótrúlegt að við skulum yfirleitt eyða tímanum í að þrasa við annað fólk, jafnvel og kannski oftast við fólk sem okkur þykir vænt um... ekki það að ég sé eitthvað betri í þeim málum en aðrir... en mikið held ég að við getum öll horft í eigin barm... og reynt á hverjum degi að hafa það bara ósköp notalegt með þeim sem við elskum... stundum held ég að það sé ótrúlega létt að láta sér líða vel... bara slaka á og njóta...
Stjörnurnar mínar.
Um nóttina gengum við
út í niðdimmt myrkrið
vissum ekkert hvert
við ætluðum
héldumst í hendur
og dáðumst að
stjörnunum
þær blikuð á
dimmbláum himninum
eins og þær vildu
vísa okkur veginn
ég horfði í augun þín
stjörnurnar mínar
og var tilbúinn
að fylgja þér
á heimsenda
Ljóð | Breytt 12.10.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)