Johnnie Walker

... já, ég geng með það í maganum að gefa út 2 ljóðabækur einhvertíma á næstunni... ég á efnið nokkuð klárt í aðra bókina, en það er einhverskonar þema um æskuna... um vin minn í barnæsku og svo um annan vin á unglingsárunum... og um það sem við vorum að bralla saman á þessum árum... sú bók á að vera myndskreytt...

... seinni ljóðabókin sem ég er að hugsa um að gera, er gjörsamlega í Guðshúfu ennþá, þ.e. ekki komið að getnaði og ekkert líf að fæðast, en sem komið er... en það verður einhverskonar þemabók... kannski sjálfsæfisaga í ljóðum og ekkert dregið undan!

... nú er ég búinn að setja pressu á mig með því að segja hér frá því hvað mig langar að gera í ljóðaútgáfu... á næstu 2-3 árum...

... ég hef áður birt einhver örfá ljóð frá unglingaárakaflanum... hér kemur eitt;

 Johnnie Walker.

Fyrsta fylleríið var mest ímyndun
sonur Ringsteds á brekkunni
gaf okkur sitthvorn sopann
af Johnnie Walker
við veltumst um og hlógum
eins og hálfvitar
þóttumst ekkert skilja
í okkar haus

Gjóuðum þó augunum í laumi
til stelpnanna
til að athuga hversu mikið
við hefðum unnið okkur
í álit á þeim bæjunum

Og það var ekki laust
við aðdáunarblik
í dreymnum augum meyjanna
sem hafði þau áhrif
að við urðum ennþá fyllri
lögðumst niður í götuna
með lappirnar upp í loft
augun stjörf
og lafandi tungu
 

Dóum;
Svona bráðabirgðadauða
í þeirri fullvissu
að Flórens Næturgali
veitti okkur hjúkrun

En þegar engin skipti
sér að okkur
stóðum við upp
þegar lítið bar á
dustuðum af okkur rykið
og röltum heim
reynslunni ríkari
fóstbræðurnir;

Johnnie og Walker

 

 


Bloggfærslur 4. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband