Arfadallur -sunnudagshugvekja
21.10.2007 | 11:45
... það er vita mál að ég er hálfgerður rugludallur... skemmtilegt orð rugludallur... hvað er rugla... gæti þessi dallur ekki eins heitið ugludallur?... þ.e. dallur þar sem uglur koma saman til að ugla...hmm?
... svo er talað um að vera arfaruglaður... af hverju eru arfar ruglaðir... ??? mér finnst þetta vera hálfgerð árás á þessa annars fallegu plöntu, sem ég held talsvert uppá... stundum er ég svo kátur að mér finnst ég vera arfaru-glaður... eins og núna... ég er ofboðslega arfaru-glaður í morgunsárið....
... sumir myndu segja að ég væri alvöru rugludallur... ég er samt eiginlega kominn á þá skoðun að ég sé svona sambland af því að vera arfaruglaður og rugludallur; sem sagt, ég er arfadallur
... konur eru auðvitað ekki rugludallar, þær eru náttúrulega rugludollur... til hamingju með það, konur...
... fleiri orð eru til í þessum anda, dettur t.d. í hug orðið kolgeggjaður, hvernig verður maður kolgeggjaður...hmm...
ég held að þetta sé komið úr grillheiminum... allir að grilla blindfullir út um allt Ísland... hausinn fyllist af reiknum frá kolunum... og bingó... menn verða kolgeggjaðir...
... svo er til fólk sem er snarruglað... ég hef aðeins verið að spá í þetta orð og tilurð þess... og komist að þeirri niðurstöðu að sjá sem fer á hestbaki til að snara kálf, en snarar svo sjálfan sig í staðinn, af því að hann þekkti ekki muninn á sér og kálfinum, hann er snarruglaður...
... þetta var nú bara sunnudagshugleiðing í nýjum þætti mínum; "Orðin krufin"
... ég er nú meiri þöngulhausinn... þöngulhaus... hvernig orð er það nú einginlega... hmm... nei, nú er nóg komið, bíður næsta þáttar...