Sandalar

... orðaröð skiptir vissulega máli....

.... t.d. aumingja Brattur.... eða Brattur aumingi...  það er stór munur á... orð skipta líka máli... mér skilst að það séu a.m.k. 20 mismunandi meiningar með orðinu "jæja"...

jæja, best að fara að leggja sig... jæja, viltu slást!... jæja, eigum við að fara að koma... jæja, drífum okkur... jæja, þú segir það...jæja þá ég gefst upp...

... mér finnst sum orð líta illa út og furðulegt að einhverjum skildi hafa dottið í hug að búa til orð eins og berrassaður... freknur... svið... kleinur... sandalar...  ekki myndi ég vita hvað þessi orð þýddu, ef ég kynni ekki íslensku...

... talandi um sandala, þá geta þeir verið gersemar eins og eftirfarandi saga vitnar um... ég reyndar keypti mér inniskó í dag, handgerða... á eftir að fara í þá og sjá hvort þeir virka eins og sandalarnir í þessari sögu...

Það  var einu sinni maður sem fór og ætlaði að kaupa sér skó. Hann fór á Laugarveginn og fann þar skóbúð sem hann hafði aldrei séð áður. Þegar inn var komið tók á móti honum Indverji sem klæddur var í týpíska múnderingu, kufl og allt. Indverjinn segir "Góður dagur." "Góðan dag" segir maðurinn, ég er kominn til að kaupa kuldaskó.

"Nei, nei þú kaupa sandalar" segir Indverjinn.
"Nei, hva, það er að koma vetur, ég hef ekkert að gera við sandala. Mig vantar kuldaskó", endurtekur maðurinn.
"Þú vantar sandalar, sandalar gera þig æstan", segir Indverjinn og hneigir sig.

"Gera sandalar mig æstan? hváir maðurinn. "´Já", segir Indverjinn og réttir honum sandala. Maðurinn hugsar með sér að hann geti nú alveg prufað þetta og tekur við sandölunum. Eitthvað gekk honum nú illa að setja á sig sandalana, enda aldrei farið í sandala áður, en um leið og þeir voru komnir á fætur hans verður hann ógurlega æstur, hann ræður ekkert við þörfina og ríkur á Indverjann og kippir upp kuflinum.

Þá argar Indverjinn upp yfir sig "nei, nei þú vera í krummafótur".

 


Bloggfærslur 18. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband