Hangikjötsilmur
14.10.2007 | 23:01
... ég hef ekki bloggað sé ég síðan 7. október... búinn að flakka mikið um allt land á þessum tíma... hlakka mikið til þegar þessi törn er búin og ég get farið að skrifa meira aftur... fer á þriðjudaginn að vinna á Þórshöfn og verð fram á miðvikudag...
... nú þegar farið er að dimma, kemur einkennileg tilfinning í ljós hjá mér... ég er farinn að hlakka til jólanna... enda ekki nema rúmir tveir mánuðir þangað til þau koma... ég hef nú aldrei verið neitt jólabarn... en þegar ég borðaði hangikjöt um helgina, með grænum baunum og uppstúf... þá kviknaði einhver tilhlökkun í mér... og ég sem vil helst ekki að forleikur jólanna byrji fyrr en í byrjun desember... jólaskraut... jólalög o.þ.h.
... ég ætla samt ekki neitt að fara að syngja jólalög í vinnunni á morgun... en kannski ég kaupi mér góðan pott til að búa til uppstúf... það er það eina sem mig vantar fyrir jólin...
Aðfangadagur.
Mikið
var mjöllin mjúk
í firðinum forðum
alvöru jólasnjór
í stofunni var allt klárt
gervitréð
bómullarkirkjan
allir pakkarnir
Prins Valiant
til: þín
frá: mér
Fimm á Fagurey
pakkar með slaufum
tryllingslegur ilmurinn
úr eldhúsinu
blindfullir kökudunkar
hálfmánar
vanilluhringir
laufabrauð
svindl - og
kornflekskökubirgðir
minni en mamma hélt
klukkan sex
heims um ból
helg eru jól
heilagt
tíu mínútum síðar
bein
á hátíðarborðinu
etinn heimatilbúinn ís
smyglað Machintosh
drukkið jólaöl
framundir morgun
með bóklestrinum
ó, hver dýrðlegt var
að sofna þá
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)