Færsluflokkur: Heimspeki

2/3 ætla að samþykkja Icesave.

Ég gerði skoðanakönnun í heita pottinum, kvöld eitt fyrir skemmstu.

Við vorum þrír karlar í pottinum, ég, Palli og maður sem ég þekki ekki en leit út fyrir að heita Magnús.

Ætlið þið að samþykkja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni ? spurði ég.

Palli sagði hiklaust JÁ en maðurinn sem leit úr fyrir að heita Magnús var óákveðinn. (Hann vildi kynna sér málið betur, gat nú verið).

Ég sagði JÁ eins og Palli.

Þessi skoðanakönnun bendir því til þess að 2/3 Íslendinga ætli að samþykkja Icesave lögin en 1/3 er óákveðin... enginn á móti. Þar kom að því að við Íslendingar stæðum saman.

Að lokum, þar sem langt er nú um liðið síðan ég hóf raust mína upp hér á blogginu, langar mig að rifja upp þessa fallegu barnasögu sem ég lærði árið tvöþúsund og Icesave eitt;

Einu sinni var broddgöltur sem hélt að hann væri eiturslanga, einu sinni var eiturslanga sem hélt hún væri kind, einu sinni var kind sem hélt hún væri gíraffi, einu sinn var gíraffi sem hélt hann væri nashyrningur, einu sinni var nashyrningur sem hélt að hann væri tófa, einu sinni var tófa sem hélt hún væri asni og einu sinn var asni sem hélt að hann væri forseti Íslands.
.

SOMETHING-DONKEY

.


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband