Trú

... ég hef ekki mikið velt trúmálum fyrir mér í gegnum tíðina... hef alltaf haldið því fram að ég væri nærri því trúlaus. Ef sömu hlutirnir eru sagðir nógu oft fer maður að trúa því sem sagt er, jafnvel þó að það sé rangt og þó að maður sé að tala við sjálfan sig.

Hef stundum farið í smá endurskoðun með það hvað ég held að ég sé og hvað ég held að mér þyki.
Hef t.d. alltaf haldið að minn uppáhalds litur sé rauður. Svo fór ég að hugsa um það af hverju vil ég þá ekki hafa alla veggi og gólf rauða hjá mér?  Þá fór ég að efast... kannski finnst mér blár fallegastur... er að vinna í þessu máli núna.Smile

.

 BeautifulBoy_cover

.

Eins er með trúna... ég er ekki eins trúlaus og ég hélt.

Sagt er að trú hjálpi í erfiðleikum, við ástvinamissi er gott að trúa því að það sé til líf hinum megin... að maður hitti þann sem farinn er yfir móðuna miklu aftur þegar röðin kemur að manni sjálfum... mér finnst gott að hugsa þannig... mér finnst gott að trúa því...
Hinsvegar finnst mörgum Guð vera grimmur og taka of mikið, án skýringa, án tilgangs... og vissulega er það rétt. Þá verður fólk reitt Guði og vill ekkert með hann hafa... og það skil ég vel.

.

 nature_photography

.

Ég trúi því að þegar maður deyr þá taki eitthvað annað tilverustig við... er samt ekki viss um að okkur sé raðað niður í hólf á þeim stað eftir því hvernig við höguðum okkur í þessu lífi... held við förum öll á sama stað og pælum sameiginlega í því hvað við hefðum getað gert betur á jörðunni og svo komum við aftur á jörðina til að reyna að vera enn betri en áður... lífið eftir dauðann hef ég hugsað mér eins og lífið fyrir lífið... ég meina það liðu ansi mörg ár frá því að tíminn varð til og þar til ég fæddist... og hvað var ég að bardúsa allan þann tíma?

Ég get ekki munað það. En margir upplifa augnablik sem eru eins og endurspeglunarbrot úr fortíðinni. 
Einnig hef ég hitt persónu sem ég er viss um að ég hafi þekkt áður og þá á miðöldum.

En þegar við erum dáin verðum við englar... en er reyndar ekki viss um að við verðum það öll... get ekki ímyndað mér suma með vængi... er hinsvegar viss um að þeir færu mér vel... þó ég sé enginn engill... a.m.k. ekki ennþá...

.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_mt-angel-boy-pic

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Athyglisverð færsla, sérlega. Ég varð svakalega reið við Guð í fyrra. Tók hann í sátt ári seinna því mér líður betur með að hugsa mér Himma minn þar, í hlýjunni og gæðunum öllum en vegalausan í kaldri gröf

Ragnheiður , 23.10.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: kop

Sko, ég hef upplifað að koma á stað í fyrsta skipti og haft samt einhverja undarlega tilfinningu um að ég hafi verið þar áður.

Þú ert ekki trúlaus Brattur, þú ert búinn að telja sjálfum þér trú um að eitthvert undirmálsfótboltalið sé bara það besta.

kop, 24.10.2008 kl. 05:24

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég er viss um að vængir færu þér vel!

Þetta er góð færsla Brattur og á margan hátt speglar hún mínar hugsanir þessa dagana......

En svo í lokin - smá pæling með litna! Ég held að þó manni finnist einn litur fallegri en annar þurfi maður ekki endilega að hafa hann allt í kringum sig. Blátt hefur lengi verið minn uppáhaldslitur - samt man ég ekki eftir að eiga neitt blátt.

Eigðu góðan dag

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 07:45

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Endur hafa hendur -

einsog við vængi...;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.10.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband