Gömlu vinkonurnar

...Hún Jóhanna Gunnfríður bauð vinkonum sínum heim til sín um daginn... Jóhanna Gunnfríður er 83 ára og er enn í fullu fjöri eins og sagt er...

Það voru fjórar bráðhressar vinkonur sem runnu í hlaðið á leigubíl eitt þriðjudagskvöldið...

...það voru þær...

Kristjana Alvilda, Hulda Sæunn, Svanfríður Björt og Rannveig Storm... allar um og yfir áttrætt...þetta var eiginlega nokkurskonar spilaklúbbur... en þó hittust þær ekkert reglulega, bara svona af og til...
...þær kölluðu sig... Stormsveitina í höfuðið á Rannsý Storm... sem var foringi þeirra...

... þær komu sér fyrir í stofunni hjá henni Gunnfríði og byrjuðu að spjalla... margir myndu halda að þær hefðu hellt Sherrý í staup, nei ekki aldeilis... Það var Whiskey on the Rocks... sem fór í glösin og skál í botn... síðan var hellt meira í glösin...

.

23047653

.

... svo settust þær við spilin og  spiluðu vist... ein sat hjá og passaði að glösin yrðu aldrei tóm...
...eftir nokkra hringi þá rauk Kristjana Alvilda upp úr stólnum og öskraði; þú svindlar, Svanfríður Björt... og kastaði spilunum í aumingja Svanfríði sem er eiginlega sú saklausasta í hópnum... en þetta lét hún Svanfríður Björt ekki bjóða sér, heldur stóð upp úr stólnum og hljóp til Kristjönu Alvildu og sló hana á kjaftinn... og síðan klóruðu þær hvor aðra og öskruðu eins og vitleysingar... Rannsý Storm kom askvaðandi og reyndi að skilja þær að... Hulda Sæunn og Jóhanna Gunnfríður stukku líka til og fyrr en varði logaði allt í slagsmálum...

.

 fight

 .

Þær duttu um gólfin og köstuðu glösum og öðru lauslegu út í loftið... einhver rak sig í takkann á græjunum og Elvis Presley var líka farinn að öskra... 

... allt í einu var hurðinni hrundið upp og hópur lögreglumanna ruddist inn... eftir smá stund hafði tekist að koma ró á samkomuna...

Löggregluþjónarnir voru hálf sposkir á svipinn þegar þeir sáu slagsmálahundana... þær gömlu voru tiltölulega fljótar að jafna sig og brostu sínu blíðasta..., kannski örlítið skömmustulega...

.

elvis-presley-pictures-elvis-head 

.

... það síðasta sem fréttist af atburði þessum var að Elvis var farinn að syngja Love me Tender og fimm kátar konur svifu um gólfið í fanginu á lögregluþjónunum....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski bara of mikið að drekka wiskey og spila á spil og hlusta á Elvis, betra að gera eitt og gera það vel og þá verður ekkert í klúður!  En þetta endaði nú bara skemmtilega, í örmum löggumanna ... ... þeir svindla örugglega aldrei í spilum

Maddý (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ætli þetta hafi verið Alvilda frænka?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.1.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Brattur

úpps... Ingibjörg... og vissir þú ekkert af þessu?

Brattur, 29.1.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Flottar konur og greiðviknir lögregluþjónar.

Það ætla ég annars að vona að maður hafi mátt í að gantast og tuskast yfir whiskey, Elvis og spilum, kominn á þennan aldur. Sitji ekki eða liggi þrotinn af afli, með þvaglegg í "rörinu", stólpípu upp í "stjörnunni", mataður, skeindur, klæddur, háttaður og þveginn eins og hrúgald. Það verður vonandi fjör á Hrafnistu, ef Tuðarinn lifir svo lengi. Ertu ekki með Brattur?

Halldór Egill Guðnason, 30.1.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband