Slappaðu af Tími

... það er alltaf jafn skrítið að hugsa um tímann... það eru að koma jól... dimmasti tími ársins... en samt er svo stutt í janúar... og dag tekur að lengja hægt, en bítandi... og svo áður en maður veit af eru komnir Páskar... og svo sumar og svo haust og svo aftur jól... ja hérna... vá, hvað tíminn flýgur...

... og svo koma stundir þar sem tíminn virðist standa kyrr, og maður vill innst inni að hann sé bara kyrr og slappi af... já, af hverju tyllir þú þér bara ekki niður Tími hérna hjá mér og við skulum eiga góða stund saman? Mér líður vel og ég vil ekkert að þú sért að draga mig áfram... tökum því bara rólega, kæri vinur...

... en allt er breytingum undirorpið og allt er í heiminum hverfult...

... Tíminn; já, en ég er ekkert að flýta mér... ég ferðast alltaf á sama hraðanum... þú verður bara að kunna á mig og njóta þess að ferðast með mér... það eru allir að ferðast með mér... ekki láta þér leiðast, njóttu ferðarinnar... láttu þig dreyma...

 Ég; já.... dreyma... það er kannski ekki svo vitlaus hugmynd... best að fara að leggja sig...

.

 sleeping_bunny2

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég verð grútsyfjuð af því að horfa á þessa kanínu.... geisp...

Verðugar pælingar, tíminn er undarlegt fyrirbrigði.

Anna Einarsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband