Ægir sendi mér bréf

Þá er komið að honum Ægi bloggvini mínum í þættinum "AT-kvæði, ort upp í bloggvini"... nenni ekki að útskýra út á hvað málið gengur núna, en svona lítur þetta út frá kappanum.

 

Ég er alsekki matvandur maður
þó verð ég að viðurkenna
að ég borða sjaldan fisk

einu sinni ætlað ég að bæta úr því
og keypti mér skötusel

sminkaði hann með hvítlauksolíu
og henti á grillið

konan hljóp til vara út í búð
og keypti pylsupakka

svo borðuðum við grillaðar pylsur
og drukkum hvítvín með

sátum þétt saman og horfðum
á skötuselinn malla á grillinu

Kveðja Ægir,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er bara snilld.....Ég hef virkilega gaman af bókinni sem gefin var út um samnemundur ykkar Láru í tilefni af fimmtugsafmæli hennar.  Bæði eru myndirnar mjög fallegar og  á það til að veltast um úr hlátri þegar ég glugga í hana...mikill húmor. Þú kemur þú sterkur inn í þessu. 

Vilborg Traustadóttir, 31.7.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Brattur

... takk fyrir það Vilborg... það er ýmislegt sem maður lætur sér detta í hug... og það skemmtilega er að gera síðan eitthvað með það...

Brattur, 31.7.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú er ljóst að Ægir sér ekki um veitingar þegar þar að kemur.

Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 23:39

4 Smámynd: Brattur

Ægir - lemur þú mig nokkuð... alltaf hálf smeikur að senda svona skáldsögur út í loftið um vini mína...

Brattur, 31.7.2007 kl. 23:40

5 Smámynd: Brattur

... ég gríp með mér Goða-pylsupakka að norðan þegar þar að kemur... Goði - Alltaf góður

Brattur, 31.7.2007 kl. 23:41

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bannað að svæfa !

Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Brattur

... er eitthvað yfirleitt bannað á mótinu... búinn að sjá alskonar brögð utan skákborðsins í undirbúningi (Chelsea búningi)... og mér sýnist ekkert heilagt í þessu... svo það er eins gott að taka með sér vökustaurana þegar maður sest á móti Ægi...

Brattur, 31.7.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Brattur !  Það er ein ófrávíkjanleg regla í þessu móti.  Bannað að vinna Kristjönu.

Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 23:54

9 Smámynd: Brattur

... gildir þessi regla um mig líka

Brattur, 31.7.2007 kl. 23:57

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

JÁ sko.  Hún á að vinna og ekkert kjaftæði.  Þú, sem dómari, átt að hafa þetta á hreinu.

Strákar...... ein vandræðaleg spurning.   Hafið þið heyrt áður söguna af drullupollinum ?  Nú er svo komið að ég man ekki hvað ég hef skrifað áður og hvað ekki - og nenni ekki að gá.  Held ég fari að hætta þessu bulli. 

Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 00:05

11 Smámynd: Brattur

... nei, aldrei heyrt drullupollasöguna áður... þú hættir aldrei að bulla, loforð???

...en auðvita hlýði ég leikreglum og ekki síst þér, dómari... og mun standa við mitt hvað Kristjönu varðar....

Brattur, 1.8.2007 kl. 00:11

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég lofa að hætta aldrei að bulla........ en þá er ég að tala um "real life".

Sjáum til með bloggið.  Svo má líka slaka á og blogga bara þegar eitthvað vandræðalegt gerist....... sem er ekki sjaldnar en einu sinni í viku. 

Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 00:14

13 Smámynd: Brattur

... já, já... það er rétt það þarf ekki að vera með færslur á hverjum degi, en bara meðan maður hefur gaman af því... það er heila málið eins og með allt annað... ég sjálfur ætlaði bara að figta aðeins á blogginu, en ég hef haft meira gaman af þessu en ég reiknaði með... svo veit maður aldrei með úthaldið...

Brattur, 1.8.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband