Saga án bođskaps og án endis

Hann stóđ útí í garđi međ teygjubyssu... skaut á alla fugla sem flugu yfir og öskrađi á ţá;

Og hafđu ţađ ófétiđ ţitt.

Á međan sat Bonna nágrannakonan viđ eldhúsgluggan međ Öldu frćnku og hneykslađist...

Sjáđu hann Kobba vitleysing, af hverju lćtur hann ekki ţrestina í friđi... honum vćri nćr ađ skjóta ţessar stóru hunagnsflugur sem eru allt ađ drepa...  ef ţađ er eitthvađ sem ég ţoli ekki ţá eru ţađ stórar hunangsflugur...

Á međan konurnar horfđu á Kobba skjóta fugla međ teygjubyssu kom Pósturinn hjólandi eftir götunni međ ábyrgđarbréf... hann hjólađi framhjá húsinu hans Kobba og framhjá Öldu og Bonnu nágrannakonu og nam ekki stađar fyrr en fyrir framan húsiđ hjá Óla organista...

Kobbi hćtti ađ skjóta og kerlingarnar hlupu frá eldhúsglugganum inn ađ stofuglugganum til ađ fylgjast međ Póstinum afhenda Óla organista ábyrgđarbréfiđ.
.

 Envelope

.

Óli kvittađi fyrir bréfinu og opnađi ţađ á stéttinni. Pósturinn horfđi á hann, kerlingarnar horfđu á hann og Kobbi vitleysingur horfđi á hann...

Óli las bréfiđ, horfđi til himins og spennti greipar... áhorfendur voru ekki vissir um hvort hann brosti eđa hvort hann var međ grátstafina í kverkunum...

Ţađ var eins og heimurinn stćđi á öndinni... ţröstur lyfti sér af grein og flaug yfir Kobba vitleysing og skeit. Hann hitti beint ofan í hálsmáliđ... Kobbi ćrđist, bölvađi og ragnađi og reyndi ađ ţurrka af sér skítinn. Á sama andartaki hringdi síminn hjá Bonnu nágrannakonu međan Alda vinkona hellti kaffi í bolla og kveikti sér í sígarettu...

Ţau misstu öll af ţví ţegar konan hans Óla organista kom út á stétt, las bréfiđ og sló hans svo utanundir...
.

 skogarthrostur

.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

... svo fast ađ smellurinn heyrist enn.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráđ) 22.5.2010 kl. 03:31

2 Smámynd: Ţór Ómar Jónsson

pípandi snilld!

Ţór Ómar Jónsson, 24.5.2010 kl. 15:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband