Mosagróinn steinn

Við settumst upp við mosagróinn stein
Í kjarrinu við vorum bara ein
Við sungum saman undurfagurt lag
Höfðum lifað dásamlegan dag

Sumarnóttin hlý og skýin bleik
við gátum ekki tapað þessum leik
Úr augum þínum las ég fallegt ljóð
Yndisleg þú varst, svo blíð, svo góð

Hrossagaukur hreiður var að gera
Ég hvergi vildi annarsstaðar vera 
Í nóttinni við sátum þarna ein
ástfangin við mosagróinn stein
.

 c_documents_and_settings_hugrun_desktop_drasl_p8319085

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þið eruð krútt

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Gulli litli

Rómó......

Gulli litli, 5.2.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 5.2.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband