Aðfangadagur

... í október bloggaði ég um það, að það eina sem mig vantaði fyrir jólin væri pottur til að búa til uppstúf í fyrir jólin... nú á ég hann... og búinn að æfa mig á honum... hann reynist mjög vel og ef eitthvað klikkar með jafninginn þá get ég ekki kennt pottinum um frekar en fótboltamaðurinn skónum, ef hann brennir af í dauðafæri....

... en sem sagt, þarna í október... borðaði ég hangikjöt í góðum félagsskap í sumarbústað...
... ógleymanleg helgi reyndar... en hennar saga verður ekki rakin frekar...

... hef ekki borðað hangikjöt síðan og hlakka mikið til að  borða það á jóladag... verið að sjóða það núna og ilmurinn er vægast sagt ljúfur... held að maður eigi ekki að troða sig út af hangikjöti á jólahlaðborðum og öðru slíku í desember... þá er hætt við að manni hlakki ekkert til að borða það þegar kemur að jólum...

... þetta ljóð um jól æsku minnar birti ég í október, en endurtek það hérna vegna þess að það munaði litlu að ég fengi áskorun um það....

.

 hh-xmascat

.

Aðfangadagur.

Mikið var mjöllin mjúk
í firðinum forðum
alvöru jólasnjór
í stofunni var allt klárt
gervitréð bómullarkirkjan
allir pakkarnir

Prins Valiant
til: þín
frá: mér

Fimm á Fagurey
pakkar með slaufum
tryllingslegur ilmurinn
úr eldhúsinu
blindfullir kökudunkar
hálfmánar vanilluhringir
laufabrauð svindl -
og kornflekskökubirgðir
minni en mamma hélt

klukkan sex
heims um ból
helg eru jól
heilagt
tíu mínútum
síðar bein á hátíðarborðinu
etinn heimatilbúinn ís
smyglað Machintosh
drukkið jólaöl
framundir morgun
með bóklestrinum

ó, hver dýrðlegt var að sofna þá


Að bíða eftir jólunum

... jólin alveg að detta inn... ég bara ligg afturábak og bíð eftir þeim... allt klárt... pakkarnir, maturinn...þrifin... fallegt og hlýlegt heimili, með margbreytilegu jólaskrauti, sumt gamalt skraut, persónulegt og sérlega fallegt... sem gefur því sérstakt gildi... öllu komið fyrir á afar smekklegan hátt... jólaljósin mild og róandi,ótrúlega góð tilfinning sem fylgir því að sjá hvernig allt þetta myndar jólastemmingu... og maður sjálfur hrífst með... og fyllist jólaandanum... og ég þakka fyrir mig...

... þakka yndislegri vinkonu fyrir að búa til þessa fallegu umgjörð...

Gleðileg jól!

.

 .Jólagluggatjöld

.

.

Kirkja 

.

.

StelpamGleraugu       

 

.

PSokkaráVegg 

 


Bloggfærslur 23. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband