Jóla-undirbúningur
19.11.2007 | 20:43
... það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar jólin nálgast... þrífa... baka... kannski mála einn vegg, eða ofn... fara í klippingu... hraðátak í megrun... kaupa jólagjafir... skrifa jólakort... huga að jólasteikinni... sama í matinn og síðustu jól... hmm... setja skóinn út í glugga... um að gera að trúa á jólasveininn fram í rauðan dauðann...
... svo eru sumir hlutir meira ómissandi en aðrir... hjá mér er það Laufabrauðið... Laufabrauð með kúmeni... ég er alveg viss um að ef ég fengi ekki Laufabrauð með kúmeni... þá yrðu engin jól...
.
.
... svo þarf að tékka á því hvort maður eigi nógu fín jólaföt og í hverju maður ætlar að klæðast undir jólafötunum... hvernig jólaundirbúningi ætla ég að klæðast í ár... það þýðir ekkert að vera glerfínn að utan og svo í einhverjum druslum innanundir... hér kemur jóla-undirbúningurinn minn í ár...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)