Tíminn

... nú er dimmt og hvasst úti... við sitjum inni í hlýjunni... og hlustum á hvernig rigningin lemur rúðurnar... við ráðum engu um það hvaðan  og hvernig vindarnir blása... en við getum skýlt okkur fyrir þeim og kuldanum inni í hlýjum húsunum...

... við kveikjum á kertum og hugsum til þeirra sem eiga ekkert skjól... hugsum til þeirra sem líður ekki vel... hugsum hvað við erum smá og lítil í eilífðinni... og hve tíminn er dýrmætur...

 CA6V4LIB

 .

Tíminn.

Hann vekur þig
að morgni
deplar auga
og svæfir þig um kvöld

Tíminn gamall og reyndur
en samt ungur sem barn

Það eina sem þú átt
 

Hann vekur þig að morgni
deplar auga
og svæfir þig um kvöld

 


Bloggfærslur 1. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband